Fimm ára gelgja Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 26. júní 2009 00:01 Vinkona mín var einu sinni súpermódel í viku þegar hún sat fyrir í auglýsingu fyrir ónefnda sófabúð á Smáratorgi. Árið 2006. Þá tæplega þrítug. Við rifjuðum þá dásemd upp um daginn. Það var eins og hún hefði unnið nóbelinn þá helgi sem hún birtist á Mogga-opnunni í hvítum leðursófa og sófamódelið kynntist nýju þrepi í virðingarstiganum. Konur, sérstaklega, spurðu hana í forundran: „Guð, ég vissi ekki að þú værir módel?!" Hún djókaði oft og sagðist hafa tekið þátt í öllum Ford-keppnum frá 15-20 ára og setið fyrir í Hagkaupsbæklingum frá fermingu - og sá konurnar stífna upp. Ekki alveg vitandi hvar þær ættu að staðsetja hana: Módel? Eða bara Lára? Svo virðist vera að svaraði hún spurningunni um hvort hún væri módel játandi - breytti það henni umsvifalaust í aðra manneskju í augum spyrjenda. Með annan og nýjan persónuleika, jafnvel betri og aðdáunarverðari. En óvissan og djókið í henni gerði sama fólk óöruggt. Það varð að vita hvort hún væri módel EÐA EKKI. Dýrkun sem þessi minnir á árin þegar íslensku stelpurnar úr Ungfrú Tívolí fóru að fara út og taka þátt í Miss International á 6. áratugnum og þjóðin stóð á öndinni af stolti yfir fallegu stelpunum, tala nú ekki um þegar þær birtust jafnvel í ERLENDU blöðunum. Kotungsháttur eða ekki. Dæmi hver fyrir sig. Þetta er samt óneitanlega gamaldags gildi sem birtist þarna. Gömlu tímarnir þegar þeir sem voru sætir voru vinsælir. Stelpur með sítt hár og strákar sem gátu eitthvað í fótbolta. Hinir gátu átt sig. Maður hefði haldið að í allri vitundarvakningunni og eineltisumræðunni væri fólk með það á hreinu að útlitið er ekki allt. Og önnur gildi mikilvægari. En mikið virðist vera langt í land þegar fullorðna fólkið gapir af aðdáun yfir útlitssigrum hvað annars. Hvað eiga þá börnin, sem læra það sem fyrir þeim er haft, að halda? Sætur jafnt og æði. Frægur jafnt og æði. Lymskulegur frasi hefur smeygt sér inn í tungumál sumra foreldra, sem er af rótum þessarar sömu dýrkunar. Nýjasta nýtt er að kalla börn, allt niður í nokkurra ára, „litlar gelgjur" þegar þau eru óþekk. Eins og það sé í fínasta lagi að tengja nokkurra ára kríli við ungviði á kynþroskaskeiði. Þannig fannst fimm ára hnátu gaman að komast yfir varalit móður sinnar um daginn. Og móðirin dæsti af stolti þar sem hún horfði á hana útataða í varalit og sagði: „Elsku litla gelgjan okkar". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun
Vinkona mín var einu sinni súpermódel í viku þegar hún sat fyrir í auglýsingu fyrir ónefnda sófabúð á Smáratorgi. Árið 2006. Þá tæplega þrítug. Við rifjuðum þá dásemd upp um daginn. Það var eins og hún hefði unnið nóbelinn þá helgi sem hún birtist á Mogga-opnunni í hvítum leðursófa og sófamódelið kynntist nýju þrepi í virðingarstiganum. Konur, sérstaklega, spurðu hana í forundran: „Guð, ég vissi ekki að þú værir módel?!" Hún djókaði oft og sagðist hafa tekið þátt í öllum Ford-keppnum frá 15-20 ára og setið fyrir í Hagkaupsbæklingum frá fermingu - og sá konurnar stífna upp. Ekki alveg vitandi hvar þær ættu að staðsetja hana: Módel? Eða bara Lára? Svo virðist vera að svaraði hún spurningunni um hvort hún væri módel játandi - breytti það henni umsvifalaust í aðra manneskju í augum spyrjenda. Með annan og nýjan persónuleika, jafnvel betri og aðdáunarverðari. En óvissan og djókið í henni gerði sama fólk óöruggt. Það varð að vita hvort hún væri módel EÐA EKKI. Dýrkun sem þessi minnir á árin þegar íslensku stelpurnar úr Ungfrú Tívolí fóru að fara út og taka þátt í Miss International á 6. áratugnum og þjóðin stóð á öndinni af stolti yfir fallegu stelpunum, tala nú ekki um þegar þær birtust jafnvel í ERLENDU blöðunum. Kotungsháttur eða ekki. Dæmi hver fyrir sig. Þetta er samt óneitanlega gamaldags gildi sem birtist þarna. Gömlu tímarnir þegar þeir sem voru sætir voru vinsælir. Stelpur með sítt hár og strákar sem gátu eitthvað í fótbolta. Hinir gátu átt sig. Maður hefði haldið að í allri vitundarvakningunni og eineltisumræðunni væri fólk með það á hreinu að útlitið er ekki allt. Og önnur gildi mikilvægari. En mikið virðist vera langt í land þegar fullorðna fólkið gapir af aðdáun yfir útlitssigrum hvað annars. Hvað eiga þá börnin, sem læra það sem fyrir þeim er haft, að halda? Sætur jafnt og æði. Frægur jafnt og æði. Lymskulegur frasi hefur smeygt sér inn í tungumál sumra foreldra, sem er af rótum þessarar sömu dýrkunar. Nýjasta nýtt er að kalla börn, allt niður í nokkurra ára, „litlar gelgjur" þegar þau eru óþekk. Eins og það sé í fínasta lagi að tengja nokkurra ára kríli við ungviði á kynþroskaskeiði. Þannig fannst fimm ára hnátu gaman að komast yfir varalit móður sinnar um daginn. Og móðirin dæsti af stolti þar sem hún horfði á hana útataða í varalit og sagði: „Elsku litla gelgjan okkar".
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun