Handbolti

Guðjón Valur komst á blað í sigri Löwen

Guðjón Valur lætur meiðsli ekki aftra sér
Guðjón Valur lætur meiðsli ekki aftra sér NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt mark fyrir Rhein-Neckar Löwen í 29-25 sigri liðsins á Berlín.

Guðjón Valur hefur átt við þrálát meiðsli að stríða að undanförnu en lét það ekki á sig fá í kvöld frekar en oft áður.

Löwen er í 5. sæti úrvalsdeildarinnar með 26 stig en þar er Kiel sem fyrr langefst með 39 stig - 8 stigum meira en Lemgo sem er í öðru sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×