Innlent

Utanríkisráðherra Litháens sæmdi Jón Baldvin orðu

Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháens, sæmdi Jón Baldvin árþúsundsorðu landsins fyrir stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingu Litháens árið 1991.
Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháens, sæmdi Jón Baldvin árþúsundsorðu landsins fyrir stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingu Litháens árið 1991.

Vygauda Usackas, utanríkisráðherra Litháens, sæmdi Jón Baldvin Hannibalsson árþúsundsorðu Litháens í heimsókn sinni í síðustu viku.

Orðan var gerð í tilefni af því að þúsund ár eru frá því að Litháen varð fyrst sjálfstætt ríki, og verða nokkrir velunnarar þjóðarinnar sæmdir henni.

Ísland viðurkenndi sjálfstæði Litháens árið 1991 fyrst ríkja og Jón Baldvin var þá utanríkisráðherra. Usackas kom til landsins til að lýsa yfir stuðningi við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×