Viðskipti innlent

Nýir eigendur að NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi

Í dag skrifaði OMX Technology AB undir samning um sölu á NASDAQ OMX Broker Services á Íslandi. Nýr kaupandi er Fjármálalausnir ehf., sem Þórður Gíslason fer fyrir. Þórður starfaði áður fyrr sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins (þá Libra).

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq Omx. Þar segir að fyrirtækið sérhæfi sig í ráðgjöf og hugbúnaðargerð fyrir fjármálafyrirtæki.

Fyrirtækið er í viðskiptum við yfir 20 fjármálafyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Helstu vörur fyrirtækisins eru seldar undir Libra vörumerkinu og eru helstu vörur Libra Securities, Libra Loan og Libra Pension.

Eigendaskipti á fyrirtækinu munu ekki hafa nein áhrif á þjónustustig þess. Núverandi viðskiptavinir hins nýja fyrirtækis munu sem fyrr njóta sérfræðiþekkingar og þjónustu þess í framtíðinni.

Fyrirtækjaráðgjöf Auðar Capital hf. annaðist söluferlið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×