Handbolti

Haukar töpuðu stórt gegn Nordhorn

Aron Kristjánsson og félagar lágu fyrir Nordhorn í kvöld
Aron Kristjánsson og félagar lágu fyrir Nordhorn í kvöld

Íslandsmeistarar Hauka mættu ofjörlum sínum í kvöld þegar þeir spiluðu fyrri leikinn við þýska liðið Nordhorn í Þýskalandi í Evrópukeppninni.

Þýska úrvalsdeildarliðið, sem er í 9. sæti í deildinni heima, vann 34-21 sigur eftir að hafa verið yfir í hálfleik 18-12 fyrir framan 700 áhorfendur í Kiesberg-Halle.

Þýska liðið byrjaði mjög vel og komst í 5-1, en íslenska liðið minnkaði muninn í 7-6 og hélt þokkalega í við sterka andstæðinga sína þangað til á síðustu mínútum hálfleiksins, þegar endanlega dró í sundur með liðunum.

Gangur leiksins: 1:3 (5.), 2:6 (9.), 5:7 (14.), 7:10 (17.), 11:16 (28.), 12:18 (Hálfleikur.) - 12:20 (34.), 14:22 (38.), 17:26 (44.), 19:29 (49.), 19:32 (52.), 21:34.

Leikurinn í kvöld var heimaleikur Hauka en þau mætast aftur ytra á sunnudag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×