Innlent

Raddir fólksins farnar af stað - boða til mótmælafundar á Austuvelli

Hörður Torfason er einn af forsvarsmönnum Radda fólksins.
Hörður Torfason er einn af forsvarsmönnum Radda fólksins. Mynd/Anton Brink
Raddir fólksins boða til mótmælafundar á Austurvelli á laugardaginn kemur klukkan 15. Eftir bankahrunið stóðu samtökin fyrir fjölmörgum mótmælafundum.

Til fundarins er boðið undir yfirskriftinni: „Breiðfylking gegn ástandinu í þjóðfélaginu, ICESAVE-samningnum og aðgerðarleysi í málefnum heimilanna."

Á heimasíðu Radda fólksins kemur ekki fram hvort að Hörður Torfason muni stýra fundinum líkt og hann gerði svo oft í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×