Handbolti

Kiel hafði betur í risaslagnum

NordcPhotos/GettyImages

Alfreð Gíslason og félagar í þýska liðinu Kiel unnu í dag góðan 31-26 sigur á Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real frá Spáni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Í sama riðli vann Barcelona sigur á GOG frá Danmörku 36-27 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-14.

Kiel hefur fullt hús stiga, 8 stig, eftir fjóra leiki og er á toppnum í 4. riðlinum. Ciudad er með 6 stig í öðru sætinu og Barcelona í þriðja með tvö stig. GOG er á botninum án stiga.

Þá vann Flensburg 31-26 sigur á Reale Ademar frá Spáni í 3. riðli, en þar er þýska liðið í efsta sæti með 4 stig ásamt Vesprém sem á leik til góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×