Innlent

Bjarni áfram efstur - Ragnheiður færist upp

Ragnheiður Ríkharðsdóttir er komin í þriðja sætið þegar búið er að telja um 1.100 atkvæði en hún var í sjötta sæti í fyrstu talningu.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir er komin í þriðja sætið þegar búið er að telja um 1.100 atkvæði en hún var í sjötta sæti í fyrstu talningu.

Bjarni Benediktsson er efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar búið er að telja 1100 atkvæði. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er komin í þriðja sætið en hún var í sjötta sæti þegar fyrstu tölur voru birtar.

1. Bjarni Benediktsson

2. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

3. Ragnheiður Ríkharðsdóttir

4. Jón Gunnarsson

5. Óli Björn Kárason

6. Ármann Kr. Ólafsson

7. Rósa Guðbjartsdóttir

Hægt er sjá nákvæma skiptingu atkvæða hér.






Tengdar fréttir

Bjarni efstur í Kraganum - Rósa meðal efstu manna

Bjarni Benediktsson er í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi en þar er búið að telja 200 atkvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er í öðru sæti. Þar á eftir koma Jón Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson og Rósa Guðbjartsdóttir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður, er í sjötta sæti en flokkurinn fékk sex þingmenn í kjördæminu í síðustu kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×