Handbolti

Kiel kólnaði ekki í HM-pásunni

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Kiel verði Þýskalandsmeistari
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Kiel verði Þýskalandsmeistari NordicPhotos/GettyImages

Þýska úrvalsdeildin í handbolta fór af stað á ný eftir hlé vegna HM í dag. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið og völtuðu yfir Balingen 41-33.

Kim Andersson skoraði 7 mörk fyrir Kiel í leiknum og þeir Nikola Karabatic, Dominik Klein og Stefan Lövgren skoruðu 6 hver.

Gylfi Gylfason skoraði 5 mörk fyrir Minden þegar liðið tapaði 35-30 fyrir Flensburg á útivelli.

Nordhorn og Gummersbach skildu jöfn 28-28 þar sem Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Gummersbach.

Lemgo burstaði Stalsunder 33-20 þar sem Vignir Svavarsson skoraði 1 mark fyrir Lemgo.

Loks vann Magdeburg 31-24 sigur á Dormagen.

Kiel er sem fyrr í langefsta sæti deildarinnar með 37 stig eftir 19 leiki, Lemgo er í öðru með 29 stig og Hamburg og Magdeburg hafa 27 stig í þriðja og fjórða sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×