Innlent

Ekki kynnt sér hugmyndir talsmanns neytenda til fulls - var í helgarfríi

Höskuldur Kári Schram skrifar

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra segir ríkið ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að fara í miklar afskriftir íbúðalána. Hún er ekki búin að kynna sér tillögur talsmanns neytenda þar sem hún var í helgarfríi.

Félagsmálaráðherra ræddi stöðu heimilanna í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var hún meðal annars spurð út í tillögur talsmanns neytenda um niðurfærslu íbúðalána. Ásta sagðist hafa fengið bréf frá Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda á fimmtudaginn var og að hún hafi „kíkt aðeins á þær."

Hún hafi hins vegar ekki fengið langan tíma til þess að kynna sér hugmyndirnar þar sem hún hafi verið í helgarfríi. „Síðan þá hefur ekki verið vinnudagur og ég verð að segja að ég átti erfitt með að skilja þær. Ég þarf betri yfirferð," sagði Ásta meðal annars í viðtalinu.

Ásta benti einnig á að ekki komi fram hjá talsmanninum hvað útfærslan kostar.

Hér má hlusta á viðtalið við ráðherrann frá því í morgun.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.