Grútarháleistar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2009 06:00 Ég er ekki frá því að íslenskir kaupsýslumenn eigi inni afsökunarbeiðni frá mér. Ég vanmat þá, gerði lítið úr hugmyndaflugi þeirra. Á því rúma ári sem nú er liðið frá bankahruninu hélt ég satt best að segja að engar fréttir af svívirðilegum gjörningum og uppákomum gætu lengur komið mér á óvart eða gengið fram af mér. Ég hélt einhvern veginn að toppurinn á úrkynjuninni hefði verið þegar Sigurjón sást graðga í sig gyllta gyltu. En nei, hópur fólks, stórfjárfestar, tóku þetta skrefinu lengra en ég gat ímyndað mér og skuldsettu börnin sín. Þau tóku lán á nafni barna sinna til að fjármagna stofnfjárbréfakaup í Byr. Það yngsta var eins árs þegar foreldrar þess ákváðu að taka kúlulán upp á nokkrar milljónir í þess nafni. Í DV í gær var rætt við föður tveggja þessara barna. Þetta er satt best að segja hrollvekjandi lesning. „Forsendan á bakvið þetta hjá okkur var sú að bankinn ætlaði bara að ganga að þessum bréfum ef þetta gengi ekki upp og punktur. […] Ef það er engin áhætta í þessu, hvort sem það eru börn eða aðrir, hlýtur að vera ákaflega freistandi að taka slík lán. […] Það vissi enginn hvað myndi gerast […] Bankinn var ekkert að benda okkur á þetta. […] Ég hefði viljað fá ábendingu um að þetta mætti ekki." Takið eftir að þetta er ekki skáldskapur; þetta er ekki ýkt háðsádeila eftir Hallgrím Helgason, sem reynir að fanga súrrandi geggjun síðustu ára - til þess væri hún alltof geggjuð til að maður keypti hana. „Nei, nú er Hallgrímur búinn að missa það," myndi maður segja, hrista hausinn og fletta yfir á næstu síðu. Því miður er þetta ekki sturlað lesendabréf: þetta er maður sem í fullri alvöru er að reyna að réttlæta það af hverju hann hætti á að hneppa börnin sín í skuldafangelsi. Hver trúir því að verðbréfaviðskipti séu áhættulaus? Hver trúir því að það samræmist einhvern veginn lögum að stefna fjárhagslegri framtíð barna sinna í voða? Mér verður ekki oft brugðið, það þarf tiltölulega mikið til að ganga fram af mér. Og ég er ekki gefinn fyrir gífuryrði eða að setja fram stóryrtar yfirlýsingar í hita augnabliksins. Að ígrunduðu máli get ég þó ekki komist að annarri niðurstöðu en að þau sjónarmið sem faðirinn setur fram í viðtalinu við DV séu fullkominn hápunktur þeirrar siðferðilegu rotnunar sem tók sér bólfestu hér. Það hefur aldrei komið jafn skýrt fram af hverju það gat ekki farið öðruvísi en það fór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun
Ég er ekki frá því að íslenskir kaupsýslumenn eigi inni afsökunarbeiðni frá mér. Ég vanmat þá, gerði lítið úr hugmyndaflugi þeirra. Á því rúma ári sem nú er liðið frá bankahruninu hélt ég satt best að segja að engar fréttir af svívirðilegum gjörningum og uppákomum gætu lengur komið mér á óvart eða gengið fram af mér. Ég hélt einhvern veginn að toppurinn á úrkynjuninni hefði verið þegar Sigurjón sást graðga í sig gyllta gyltu. En nei, hópur fólks, stórfjárfestar, tóku þetta skrefinu lengra en ég gat ímyndað mér og skuldsettu börnin sín. Þau tóku lán á nafni barna sinna til að fjármagna stofnfjárbréfakaup í Byr. Það yngsta var eins árs þegar foreldrar þess ákváðu að taka kúlulán upp á nokkrar milljónir í þess nafni. Í DV í gær var rætt við föður tveggja þessara barna. Þetta er satt best að segja hrollvekjandi lesning. „Forsendan á bakvið þetta hjá okkur var sú að bankinn ætlaði bara að ganga að þessum bréfum ef þetta gengi ekki upp og punktur. […] Ef það er engin áhætta í þessu, hvort sem það eru börn eða aðrir, hlýtur að vera ákaflega freistandi að taka slík lán. […] Það vissi enginn hvað myndi gerast […] Bankinn var ekkert að benda okkur á þetta. […] Ég hefði viljað fá ábendingu um að þetta mætti ekki." Takið eftir að þetta er ekki skáldskapur; þetta er ekki ýkt háðsádeila eftir Hallgrím Helgason, sem reynir að fanga súrrandi geggjun síðustu ára - til þess væri hún alltof geggjuð til að maður keypti hana. „Nei, nú er Hallgrímur búinn að missa það," myndi maður segja, hrista hausinn og fletta yfir á næstu síðu. Því miður er þetta ekki sturlað lesendabréf: þetta er maður sem í fullri alvöru er að reyna að réttlæta það af hverju hann hætti á að hneppa börnin sín í skuldafangelsi. Hver trúir því að verðbréfaviðskipti séu áhættulaus? Hver trúir því að það samræmist einhvern veginn lögum að stefna fjárhagslegri framtíð barna sinna í voða? Mér verður ekki oft brugðið, það þarf tiltölulega mikið til að ganga fram af mér. Og ég er ekki gefinn fyrir gífuryrði eða að setja fram stóryrtar yfirlýsingar í hita augnabliksins. Að ígrunduðu máli get ég þó ekki komist að annarri niðurstöðu en að þau sjónarmið sem faðirinn setur fram í viðtalinu við DV séu fullkominn hápunktur þeirrar siðferðilegu rotnunar sem tók sér bólfestu hér. Það hefur aldrei komið jafn skýrt fram af hverju það gat ekki farið öðruvísi en það fór.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun