Handbolti

Alfreð bar sigurorð af sínu fyrrum félagi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alfreð fagnaði vel á sínum gamla heimavelli í kvöld.
Alfreð fagnaði vel á sínum gamla heimavelli í kvöld.

Alfreð Gíslason stýrði Kiel til sigurs á Magdeburg á útivelli í kvöld. Kiel vann með tveggja marka mun, 34-32, en Alfreð var við stjórnvölinn hjá Magdeburg á sínum tíma.

Kiel er í efsta sæti þýsku deildarinnar með tíu stiga forystu á Lemgo sem á leik til góða. Alfreð og lærisveinar hafa enn ekki tapað leik, eru með 39 stig eftir 20 leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×