Innlent

Svandís: Tek við góðu búi af Kolbrúnu

Kolbrún og Svandís í umhverfisráðuneytinu í kvöld.
Kolbrún og Svandís í umhverfisráðuneytinu í kvöld. Mynd/Umhverfisráðuneytið
„Umhverfisráðuneytið er gríðarlega mikilvægt flaggskip fyrir grænan flokk. Ég vona að ég valdi því með góðra manna hjálp," segir Svandís Svavarsdóttir, nýr umhverfisráðherra. „Ég tek við afar góðu búi af Kolbrúnu Halldórsdóttur."

Svandís kveðst vera þakklát og auðmjúk. „Ég hef alltaf staðið fyrir mínu og verið með bein í nefinu og mun gera það í þessu embætti eins og annars staðar þar sem ég komið við í gegnum tíðina."

Svandís var kjörin á þing í kosningunum fyrir hálfum mánuði. Undanfarin þrjú ár hefur hún átt sæti í borgarstjórn þar sem hún hefur jafnframt gegnt embætti oddvita flokksins. Svandís er 45 ára. Faðir hennar, Svavar Gestsson, var ráðherra í árabil.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×