Innlent

Miðbaugsmaddaman laus úr gæsluvarðhaldi

Catalina Mikue Ncogo var látin laus úr gæsluvarðhaldi í dag.
Catalina Mikue Ncogo var látin laus úr gæsluvarðhaldi í dag.

Catalina Mikue Ncogo, sem er grunuð um mansal og að hafa átt þátt í stórfelldum innflutningi til Hollands var látinn úr gæsluvarðhaldi í dag en þar hafði hún setið í viku.

Samkvæmt rannsóknardeild lögreglunnar var ekki farið fram á áframhaldandi varðhald í ljósi þess að hún getur skaðað rannsóknarhagsmuni að svo komnu.

Catalina, sem er íslenskur ríkisborgari ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, er sökuð um að hafa haldið úti vændi í íbúð við Hverfisgötuna í miðbæ Reykjavíkur.

Í íbúðinni voru fjórar erlendar konur sem seldu blíðu sína en lögreglu grunar Catalínu um að hafa stundað mansal auk þess að hafa haft milligöngu um vændi. Þá var kærasti Catalinu handtekinn á Schipol-flugvelli með kókaín í fórum sínum. Catalina er grunuð um að tengjast því máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×