Innlent

Fundu fíkniefni í Herjólfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lítilræði af fíkniefnum fundust í Herjólfi í gær. Mynd/ Stefán.
Lítilræði af fíkniefnum fundust í Herjólfi í gær. Mynd/ Stefán.
Umferð út úr bænum hefur verið róleg það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Lögreglumenn á Selfossi og í Borgarnesi eru með virkt umferðareftirlit á stofnbrautum í umdæmunum alla helgina. Þá hefur Selfosslögreglan jafnframt verið með fíkniefnaeftirlit í kringum Herjólf, sem siglir milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyjar. Lítilræði af fíkniefnum fundust á farþegum í Herjólfi í gær, en ekki er búið að vigta það magn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×