Umdeildur prófessor varar við fjárhagshruni 2010 27. júlí 2009 14:22 Hinn umdeildi spænski hagfræðiprófessor Santiago Niño Becerra segir í nýútkominni bók sinni að fjármálakreppan komist fyrst í gang á næsta ári og að afleiðingarnar verði hrottalegar. Hann varar við algeru fjárhagshruni árið 2010. Bókin er orðin metsölubók á Spáni og hefur vakið athygli víða í heiminum fyrir þessa dómsdagspá sem í henni er að finna. Becerra segir að í fjárhagshruninu muni millistétt heimsins þurrkast út. Eftir standi fámennur hópur elítunnar eða hinna „innvígðu" og risastór hópur fátækra eða hinna „útskúfuðu". Í umfjöllun um bókina á börsen.dk segir að Becerra haldi því fram að í augnablikinu sé heimurinn staddur í „fyrirkreppu" sem standi frá 2007 og fram til 2010. Tímabil þar sem þróunin sveiflist upp og niður, þó mest niður. Þegar ríkisstjórnir heimsins verði uppiskroppa með fé og geti ekki lengur dælt peningum inn í hagkerfi sín hefjist hin raunverulega kreppa, eða kerfiskreppa, með fjárhagshruni í alþjóðahagkerfinu. „Jákvæð teikn núna má alfarið skrifa á það að ríkisstjórnir eru að dæla gífurlegum fjárhæðum út í hagkerfið. Þegar þær fjárhæðir eru uppurnar, þegar ekki er lengur möguleiki á að fjármagna skuldirnar föllum við í gryfjuna," segir Becerra. Hann segir síðan að í kjölfarið komi tvö ár með stöðnun í hagkerfi heimsins sem síðan fer smám saman að rétta úr kútnum en að það taki langan tíma. „Þetta verður hrottalegt og hræðilegt," segir Becerra. Sem fyrr segir er Becerra umdeildur fræðimaður. Sumir kalla hann „fíflið á hæðinni" en aðrir kalla hann „spámann kreppunnar". Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hinn umdeildi spænski hagfræðiprófessor Santiago Niño Becerra segir í nýútkominni bók sinni að fjármálakreppan komist fyrst í gang á næsta ári og að afleiðingarnar verði hrottalegar. Hann varar við algeru fjárhagshruni árið 2010. Bókin er orðin metsölubók á Spáni og hefur vakið athygli víða í heiminum fyrir þessa dómsdagspá sem í henni er að finna. Becerra segir að í fjárhagshruninu muni millistétt heimsins þurrkast út. Eftir standi fámennur hópur elítunnar eða hinna „innvígðu" og risastór hópur fátækra eða hinna „útskúfuðu". Í umfjöllun um bókina á börsen.dk segir að Becerra haldi því fram að í augnablikinu sé heimurinn staddur í „fyrirkreppu" sem standi frá 2007 og fram til 2010. Tímabil þar sem þróunin sveiflist upp og niður, þó mest niður. Þegar ríkisstjórnir heimsins verði uppiskroppa með fé og geti ekki lengur dælt peningum inn í hagkerfi sín hefjist hin raunverulega kreppa, eða kerfiskreppa, með fjárhagshruni í alþjóðahagkerfinu. „Jákvæð teikn núna má alfarið skrifa á það að ríkisstjórnir eru að dæla gífurlegum fjárhæðum út í hagkerfið. Þegar þær fjárhæðir eru uppurnar, þegar ekki er lengur möguleiki á að fjármagna skuldirnar föllum við í gryfjuna," segir Becerra. Hann segir síðan að í kjölfarið komi tvö ár með stöðnun í hagkerfi heimsins sem síðan fer smám saman að rétta úr kútnum en að það taki langan tíma. „Þetta verður hrottalegt og hræðilegt," segir Becerra. Sem fyrr segir er Becerra umdeildur fræðimaður. Sumir kalla hann „fíflið á hæðinni" en aðrir kalla hann „spámann kreppunnar".
Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fleiri fréttir Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira