Umdeildur prófessor varar við fjárhagshruni 2010 27. júlí 2009 14:22 Hinn umdeildi spænski hagfræðiprófessor Santiago Niño Becerra segir í nýútkominni bók sinni að fjármálakreppan komist fyrst í gang á næsta ári og að afleiðingarnar verði hrottalegar. Hann varar við algeru fjárhagshruni árið 2010. Bókin er orðin metsölubók á Spáni og hefur vakið athygli víða í heiminum fyrir þessa dómsdagspá sem í henni er að finna. Becerra segir að í fjárhagshruninu muni millistétt heimsins þurrkast út. Eftir standi fámennur hópur elítunnar eða hinna „innvígðu" og risastór hópur fátækra eða hinna „útskúfuðu". Í umfjöllun um bókina á börsen.dk segir að Becerra haldi því fram að í augnablikinu sé heimurinn staddur í „fyrirkreppu" sem standi frá 2007 og fram til 2010. Tímabil þar sem þróunin sveiflist upp og niður, þó mest niður. Þegar ríkisstjórnir heimsins verði uppiskroppa með fé og geti ekki lengur dælt peningum inn í hagkerfi sín hefjist hin raunverulega kreppa, eða kerfiskreppa, með fjárhagshruni í alþjóðahagkerfinu. „Jákvæð teikn núna má alfarið skrifa á það að ríkisstjórnir eru að dæla gífurlegum fjárhæðum út í hagkerfið. Þegar þær fjárhæðir eru uppurnar, þegar ekki er lengur möguleiki á að fjármagna skuldirnar föllum við í gryfjuna," segir Becerra. Hann segir síðan að í kjölfarið komi tvö ár með stöðnun í hagkerfi heimsins sem síðan fer smám saman að rétta úr kútnum en að það taki langan tíma. „Þetta verður hrottalegt og hræðilegt," segir Becerra. Sem fyrr segir er Becerra umdeildur fræðimaður. Sumir kalla hann „fíflið á hæðinni" en aðrir kalla hann „spámann kreppunnar". Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hinn umdeildi spænski hagfræðiprófessor Santiago Niño Becerra segir í nýútkominni bók sinni að fjármálakreppan komist fyrst í gang á næsta ári og að afleiðingarnar verði hrottalegar. Hann varar við algeru fjárhagshruni árið 2010. Bókin er orðin metsölubók á Spáni og hefur vakið athygli víða í heiminum fyrir þessa dómsdagspá sem í henni er að finna. Becerra segir að í fjárhagshruninu muni millistétt heimsins þurrkast út. Eftir standi fámennur hópur elítunnar eða hinna „innvígðu" og risastór hópur fátækra eða hinna „útskúfuðu". Í umfjöllun um bókina á börsen.dk segir að Becerra haldi því fram að í augnablikinu sé heimurinn staddur í „fyrirkreppu" sem standi frá 2007 og fram til 2010. Tímabil þar sem þróunin sveiflist upp og niður, þó mest niður. Þegar ríkisstjórnir heimsins verði uppiskroppa með fé og geti ekki lengur dælt peningum inn í hagkerfi sín hefjist hin raunverulega kreppa, eða kerfiskreppa, með fjárhagshruni í alþjóðahagkerfinu. „Jákvæð teikn núna má alfarið skrifa á það að ríkisstjórnir eru að dæla gífurlegum fjárhæðum út í hagkerfið. Þegar þær fjárhæðir eru uppurnar, þegar ekki er lengur möguleiki á að fjármagna skuldirnar föllum við í gryfjuna," segir Becerra. Hann segir síðan að í kjölfarið komi tvö ár með stöðnun í hagkerfi heimsins sem síðan fer smám saman að rétta úr kútnum en að það taki langan tíma. „Þetta verður hrottalegt og hræðilegt," segir Becerra. Sem fyrr segir er Becerra umdeildur fræðimaður. Sumir kalla hann „fíflið á hæðinni" en aðrir kalla hann „spámann kreppunnar".
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent