Viðskipti erlent

Niðurskurði mótmælt

Guðjón Helgason skrifar
Frá höfuðborginni Riga.
Frá höfuðborginni Riga.
Búist er við að mörg þúsund manns taki þátt í mótmælum í Riga dag vegna niðurskurði hins opinbera í Lettlandi. Laun opinberra starfsmanna lækka í sumum tilfellum mögulega um helming svo tryggja megi neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu til bjarga efnahag Lettlands.

Því er spáð að nærri 20% efnahagssamdráttur verið í Lettlandi í ár. Ríkisstjórn landsins hefur skorið útgjöld niður um sem nemur jafnvirði nærri 130 milljarða íslenskra króna. Laun opinberra starfsmanna verða lækkuð að meðaltali um 20% og eftirlaun um 10%.

Ríkisstjórn landsins segir að orðið hafi að grípa til þessara aðgerða til að tryggja neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu upp á 7,5 milljarð evra þannig að forða mætti þjóðargjaldþroti og 30 - 50% prósenta gengishruni latsins, gjaldmiðilis Letta.

Mikil uppsveifla var í Lettlandi og hinum Eystrasaltsríkjunum tveimur, Litháen og Eistlandi síðustu ár líkt og á Íslandi þegar auðvelt var að nálgast erlent lánsfé.

Almenningur í Lettlandi er ósáttur og boðað til mótmæla í Riga í dag. Stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa skipulagt mótmælin. Kennarar eru sér í lagi uggandi en þeir telja að breytingar á kennslufyrirkomulagi og niðurskurðurinn þýði í raun launalækkun upp á 40 til 50%.

Búist er við fjölmennum mótmælum í lettnesku höfuðborginni í dag.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×