Handbolti

Logi skoraði sjö mörk í sigri Lemgo

Logi Geirsson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í dag
Logi Geirsson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í dag NordicPhotos/GettyImages

Logi Geirsson var markahæstur í liði Lemgo í dag þegar liðið vann góðan sigur á Rhein-Neckar Löwen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Logi skoraði sjö mörk fyrir Lemgo (4/4 úr vítum) líkt og Jens Bechtloff, en Vignir Svavarsson komst ekki á blað.

Guðjón Valur Sigurðsson var næstmarkahæstur í liði Löwen með sjö mörk, þar af fimm mörk úr fimm vítaskotum. Mariusz Jurasik skoraði ellefu mörk fyrir Löwen.

Lemgo er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn með 33 stig, átta stigum minna en topplið Kiel. Löwen er í fimmta sæti með 26 stig.

Hamburg, sem burstaði Dormagen 33-17 í dag, er í þriðja sætinu með 31 stig og á leik til góða á Lemgo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×