Handbolti

Lemgo lagði Wetzlar

Vignir Svavarsson skorar mark fyrir Lemgo
Vignir Svavarsson skorar mark fyrir Lemgo NordicPhotos/GettyImages

Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Íslendingalið Lemgo lagði Wetzlar á útivelli 29-24 eftir að hafa verið yfir 16-15 í hálfleik.

Vignir Svavarsson skoraði eitt mark fyrir Lemgo í leiknum í kvöld en Logi Geirsson lék í horninu og náði sér ekki á strik. Hann komst ekki á blað og lét verja frá sér vítakast.

Lemgo er í öðru sæti deildarinnar með 29 stig, tíu stigum minna en mulningsvélin Kiel sem er á toppnum. Wetzlar er í 12. sæti deildarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×