Handbolti

Rhein-Neckar Löwen tapaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur í leik með íslenska landsliðinu.
Guðjón Valur í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Arnþór
Rhein-Neckar Löwen á nánast engan möguleika á að ná toppsætinu í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Chambery á útivelli í kvöld, 25-23.

Chambery er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en RHL er með fjögur þegar tvær umferðir eru eftir.

Fyrir stuttu sagði Lino Cervar, þjálfari CO Zagreb, af sér starfinu eftir að liðið tapaði fyrir Chambery í sömu kepppni.

Rhein-Neckar Löwen var með yfirhöndina í hálfleik, 12-11, og var staðan 23-23 þegar skammt var til leiksloka. Chambery skoraði svo tvö síðustu mörk leiksins á lokamínútunni og tryggði sér þar með sigurinn.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir RHL í kvöld, þar af eitt úr víti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×