FIH í hættu á lækkun lánshæfismats síns hjá Moody´s 23. júlí 2009 09:04 FIH bankinn í Danmörku, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, er í hættu á að fá lánshæfismat sitt lækkað hjá matsfyrirtækinu Moody´s. Moody´s hefur sagt að það íhugi að lækka lánshæfismat hjá 11 dönskum fjármálafyrirtækjum þar á meðal sjö bönkum. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að bankarnir sem hér um ræðir séu auk FIH, Nordea, Amagerbanken, Jyske Bank, Spar Nord Bank, Sydbank og Ringkjöbing Landbobank. Er Moody´s með þá á neikvæðum horfum. Hinsvegar segir Moody´s að það muni staðfesta núverandi lánshæfismat hjá Danske Bank og Föroya Banki en sá síðarnefndi er skráður í kauphöllinni hér á landi. Fram kemur í fréttinni að ástæðurnar fyrir því að Mody´s íhugar nú að lækka lánshæfið hjá þessum bönkum sé að framundan séu meiri afskriftir á lánum hjá dönskum fjármálastofnunum en Moody´s hafði áður gert ráð fyrir. Rekstur fjármálafyrirtækja í Danmörku verður erfiðari en áður var talið auk þess að Moody´s hefur áhyggjur af miklum skuldum heimila í landinu. Þá segir að útlit sé fyrir að samdrátturinn í efnahagslífi Dana muni halda áfram inn á næsta ár. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, er í hættu á að fá lánshæfismat sitt lækkað hjá matsfyrirtækinu Moody´s. Moody´s hefur sagt að það íhugi að lækka lánshæfismat hjá 11 dönskum fjármálafyrirtækjum þar á meðal sjö bönkum. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að bankarnir sem hér um ræðir séu auk FIH, Nordea, Amagerbanken, Jyske Bank, Spar Nord Bank, Sydbank og Ringkjöbing Landbobank. Er Moody´s með þá á neikvæðum horfum. Hinsvegar segir Moody´s að það muni staðfesta núverandi lánshæfismat hjá Danske Bank og Föroya Banki en sá síðarnefndi er skráður í kauphöllinni hér á landi. Fram kemur í fréttinni að ástæðurnar fyrir því að Mody´s íhugar nú að lækka lánshæfið hjá þessum bönkum sé að framundan séu meiri afskriftir á lánum hjá dönskum fjármálastofnunum en Moody´s hafði áður gert ráð fyrir. Rekstur fjármálafyrirtækja í Danmörku verður erfiðari en áður var talið auk þess að Moody´s hefur áhyggjur af miklum skuldum heimila í landinu. Þá segir að útlit sé fyrir að samdrátturinn í efnahagslífi Dana muni halda áfram inn á næsta ár.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira