Gráskalli Bergsteinn Sigurðarson skrifar 18. apríl 2009 06:00 He-man hét maður sem var hafður í hávegum í mínu ungdæmi. Garpur, eins og He-Man var nefndur upp á íslensku, var hliðarsjálf krónprinsins Adams sem bjó í konungsríkinu Eilífíu. „I have the power - mitt er valdið," voru kjörorð He-Mans, sem var karl í krapinu eins og nafnið gefur til kynna. Reyndar var hann svo mikill harðhaus að hann hélt heimili í gráum kastala sem leit út eins og hauskúpa. Af því dró óðalið sjálfsagt nafn sitt, en það hét Grayskull eða Gráskalli. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki vel að mér í skipulagsmálum Eilífíu en það kom mér ávallt dálítið spánskt fyrir sjónir að He-Man héldi heimili í hauskúpu. Þetta er jú frekar óaðlaðandi arkitektúr sem ég á bágt með að trúa að slyppi óhindrað í gegnum grenndarkynningu. Um daginn áttaði ég mig hins vegar á merkingunni. Þar sem ég stóð með kaffibolla við eldhúsgluggann heima og starði yfir á Skúlagötu í steindauð augun á einu steypuferlíkinu sem útséð er um að verði klárað í bráð, rann hið sanna upp fyrir mér. Meistarar himingeimsins, en svo hétu þættirnir um garpinn, voru sem sagt allegoría - táknsaga. Erfðasynd He-Mans er drambið; hann ofmetnast en fellur flatt og er dæmdur til að eyða eilífðinni í nöprum dragsúg í hálfköruðum kastala. He-Man er með öðrum orðum íslenskur byggingaverktaki sem spennti bogann of hátt, ákvað að reisa tuttugu hæða lúxusblokk en fór á hausinn í miðjum klíðum og situr uppi með stórhýsi sem er ekki einu sinni fokhelt. Það fer sjálfsagt vel á því nú þegar við erum einmitt á kúpunni, að einhver byggingaverktakinn, sem að hímenskum sið fann aðeins of mikið til máttar síns, hafi tekið sig til og í ógáti endurreist Gráskalla á besta stað í borginni. Þarna gapir hann við mér á hverjum morgni. Ekki er nóg með að hann sé ófrýnilegur ásýndar, heldur rekur hann upp hrollkalt vein í hvert sinn sem vind hreyfir. Í hressilegri norðanátt breytist veinið í nístandi útburðarvæl, sem smýgur gegnum merg og bein og heldur fyrir manni vöku. Þetta er hlutskipti Reykvíkinga á nýrri öld; frá Hverfisgötu og upp Holtið horfum við á híbýlaprýði 20. aldar grotna niður af mannavöldum. Við sjávarsíðuna gapa hins vegar við kveinandi Gráskallarnir sem langvarandi vitnisburður um það þegar við bárum út þær systur Skynsemi, Fyrirhyggju og Ráðdeild. Og Smekkvísi dó af harmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun
He-man hét maður sem var hafður í hávegum í mínu ungdæmi. Garpur, eins og He-Man var nefndur upp á íslensku, var hliðarsjálf krónprinsins Adams sem bjó í konungsríkinu Eilífíu. „I have the power - mitt er valdið," voru kjörorð He-Mans, sem var karl í krapinu eins og nafnið gefur til kynna. Reyndar var hann svo mikill harðhaus að hann hélt heimili í gráum kastala sem leit út eins og hauskúpa. Af því dró óðalið sjálfsagt nafn sitt, en það hét Grayskull eða Gráskalli. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki vel að mér í skipulagsmálum Eilífíu en það kom mér ávallt dálítið spánskt fyrir sjónir að He-Man héldi heimili í hauskúpu. Þetta er jú frekar óaðlaðandi arkitektúr sem ég á bágt með að trúa að slyppi óhindrað í gegnum grenndarkynningu. Um daginn áttaði ég mig hins vegar á merkingunni. Þar sem ég stóð með kaffibolla við eldhúsgluggann heima og starði yfir á Skúlagötu í steindauð augun á einu steypuferlíkinu sem útséð er um að verði klárað í bráð, rann hið sanna upp fyrir mér. Meistarar himingeimsins, en svo hétu þættirnir um garpinn, voru sem sagt allegoría - táknsaga. Erfðasynd He-Mans er drambið; hann ofmetnast en fellur flatt og er dæmdur til að eyða eilífðinni í nöprum dragsúg í hálfköruðum kastala. He-Man er með öðrum orðum íslenskur byggingaverktaki sem spennti bogann of hátt, ákvað að reisa tuttugu hæða lúxusblokk en fór á hausinn í miðjum klíðum og situr uppi með stórhýsi sem er ekki einu sinni fokhelt. Það fer sjálfsagt vel á því nú þegar við erum einmitt á kúpunni, að einhver byggingaverktakinn, sem að hímenskum sið fann aðeins of mikið til máttar síns, hafi tekið sig til og í ógáti endurreist Gráskalla á besta stað í borginni. Þarna gapir hann við mér á hverjum morgni. Ekki er nóg með að hann sé ófrýnilegur ásýndar, heldur rekur hann upp hrollkalt vein í hvert sinn sem vind hreyfir. Í hressilegri norðanátt breytist veinið í nístandi útburðarvæl, sem smýgur gegnum merg og bein og heldur fyrir manni vöku. Þetta er hlutskipti Reykvíkinga á nýrri öld; frá Hverfisgötu og upp Holtið horfum við á híbýlaprýði 20. aldar grotna niður af mannavöldum. Við sjávarsíðuna gapa hins vegar við kveinandi Gráskallarnir sem langvarandi vitnisburður um það þegar við bárum út þær systur Skynsemi, Fyrirhyggju og Ráðdeild. Og Smekkvísi dó af harmi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun