Handbolti

Nordhorn í greiðslustöðvun

Holger Glandorf fer til Lemgo í sumar
Holger Glandorf fer til Lemgo í sumar NordicPhotos/GettyImages
Þýska handboltaliðið Nordhorn óskaði í dag eftir greiðslustöðvun nokkrum klukkutímum eftir að liðið sló Hauka út úr Evrópukeppninni.

Nordhorn skuldar 1 milljón evra eða tæpar 150 milljónir króna. Fyrir helgi seldi Nordhorn leikmann sinn Holger Glandorf til Lemgo, en hann gengur til liðs við liðið í sumar.

Glandorf er í sjöunda sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Talið er að Nordhorn fái 22 milljónir króna fyrir hann. Glandorf skoraði 8 mörk þegar Nordhorn vann Hauka 38-31 í gær.

Þýsk handboltafélög velta fyrir sér þeim möguleika að setja launaþak til þess að koma í veg fyrir að fleiri félög lendi í greiðslustöðvun. 70 prósent af tekjum margra liða fara í launagreiðslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×