Innlent

Safna fyrir mæðrastyrksnefnd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erla Ósk Ásgeirsdóttir er verkefnisstjóri söfnunarinnar. Mynd/ Arnþór.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir er verkefnisstjóri söfnunarinnar. Mynd/ Arnþór.
Sjálfstæðiskonur um land allt hafa tekið höndum saman og efna til söfnunar fyrir Mæðrastyrksnefndir. Söfnunin, Tökum höndum saman - styðjum barnafjölskyldur í vanda, hefst í dag til 20. desember 2009.

Í tilkynningu frá sjálfstæðiskonum kemur fram að allur ágóði söfnunarinnar renni óskiptur til Mæðrastyrksnefnda í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, á Akranesi og á Akureyri. Nefndirnar muni nýta ágóðan til að styðja barnafjölskyldur í vanda á Íslandi. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur úthluti um land allt, en prestar geti haft milligöngu í þeim sveitarfélögum þar sem ekki sé starfandi Mæðrastyrksnefnd.

Það er Erla Ósk Ásgeirsdóttir, varaþingkona Sjálfstæðisflokksins, sem er verkefnisstjóri söfnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×