Viðskipti innlent

Íslenska hrunið eftirlitsleysi að kenna

Tony Shearer fyrrverandi forstjóri Singer og Friedlander bankans í Bretlandi sem Kaupþing keypti á sínum tíma kennir eftirlitsaðilum um hrun íslenska fjármálakerfisins. Shearer, sem áður hefur borið vitni fyrir breskri þingnefnd og gagnrýnt íslensku bankana harðlega var í viðtali á Sky sjónvarpsstöðinni í gær og þar sagði hann að eftirlitsaðilar hefðu brugðist í hlutverki sínu þrátt fyrir að það hafi blasað við að áhættan hjá íslensku bönkunum hafi verið allt of mikil.

Hann segir stórmerkilegt að breska fjármálaeftirlitið hafi ekki gert meira í því að rannsaka stjórnendur íslensku bankanna. Mestri gagnrýnini beinir hann að eftirlitinu fyrir að rannsaka ekki betur lánabók Kaupþings. Hann segir lánabókina hafa verið eins ótrúlega og hægt sé að hugsa sér. Þar fyrir utan hafi staðið skýrum stöfum í ársreikningum bankans að hann væri að lána stærstu hluthöfum sínum gríðarlega peninga.

Shearer segir ótrúlegt að hugsa til þess að þetta hafi ekki hringt bjöllum og menn hafi ekki kannað til hvers lánin voru hugsuð eða hvaða veð hafi verið fyrir þeim.

Hér má sjá viðtalið við Shearer.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×