Innlent

Árni kominn með lykla að draumaráðuneyti jafnaðarmanna

Ásta Ragnheiður og  Árni Páll í félags- og tryggingarmálaráðuneytinu í kvöld.
Ásta Ragnheiður og Árni Páll í félags- og tryggingarmálaráðuneytinu í kvöld. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Ég held að allir sem vilja vinna fyrir jafnaðarmannaflokk Íslands dreymi um að fá tækifæri til að vinna í félagsmálaráðuneytinu," segir Árni Páll Árnason, nýr félags- og tryggingarmálaráðherra. Hann tók í kvöld við lyklum af ráðuneytinu úr hendi flokkssystur sinnar, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur.

Nýja starfið leggst vel í Árna Pál. „Þetta er gríðarlega mikilvægur málaflokkur. Við eigum allt undir því í þessum erfiðu aðstæðum í efnahagslífinu að verja velferðina."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×