Innlent

Björgvin segir líklega af sér

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra.

Björgvin var fyrst kjörin á þing árið 2003 fyrir Samfylkinguna. Hann var skipaður viðskiptaráðherra eftir að formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar mynduðu ríkisstjórn á Þingvöllum í maí 2007.

Tengdar fréttir

Björgvin boðar til blaðamannafundar

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×