Íbúar fóstra leikvöll Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2009 02:00 Þátttaka íbúa í ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar er smám saman að verða skipulagður þáttur í ákvörðunum í ráðum og nefndum borgarinnar. Fullyrða má að oftast þegar hagsmunaaðilar og íbúar taka þátt verður endanleg ákvörðun betri og ástæður ákvörðunar skýrari. Borgaryfirvöld eiga þess vegna að vinna markvisst betur með íbúum Reykjavíkur í umhverfis- og skipulagsmálum. Umhverfis- og samgöngusvið sér um og skipuleggur yfir 150 opin leiksvæði. Þetta er mikill fjöldi svæða, jafnvel það mikill að erfitt er að tryggja að leikvellirnir séu vel nýttir og bjóði upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir börn og fullorðna. Þetta er fjárfrekt verkefni sem krefst mikils mannafla og mikilla fjárfestinga á hverju ári. Oftar en ekki fer svo að lágmarksvinna fer í marga leikvellina og íbúar telja samt ekkert hafa verið að gert. Eitt af fjölmörgum spennandi grænum skrefum borgarinnar á árinu er að hefja vinnu við leikjastefnu (e. Play strategy) borgarinnar sem miðar að því að vinna með íbúum að skipulagi og nýtingu þessara svæða til leikja og útivistar. Á 223. ára afmæli Reykjavíkurborgar síðasta þriðjudag fékk borgin skemmtilega gjöf frá íbúum í Vesturbænum. Um er að ræða þróunarverkefni íbúa og umhverfis- og samgöngusviðs sem felur í sér að Grímur, nýstofnað vináttufélag leikvallarins við Lynghaga, taki leikvöllinn í fóstur. Fóstrun garða og leikvalla er vel þekkt samstarf íbúa og borgaryfirvalda erlendis og er spennandi nýjung hér. Samstarfið felur í sér að íbúar, hverfaráð og umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar skipta með sér verkum og vinna sameiginlega að því að leikvellirnir í þessu tilfelli nýtist sem best. Verkefni eins og þetta eiga vonandi eftir að verða fleiri og fellur afar vel að einu af markmiðum Reykjavíkurborgar í átt að því að borgarbúar verði virkir þátttakendur í umhverfismálum og mótun borgarinnar. Kostirnir eru ótalmargir; íbúar tengjast í gegnum sameiginlegt verkefni, skoðanir þeirra sem nýta sér útivistarsvæðin komast til skila á skilvirkan hátt og reiturinn verður stolt íbúanna. Að auki hafa svona verkefni bein áhrif á íbúalýðræði og upplýstari umræðu um í hvað og hvernig dýrmætu skattfé borgarbúa er varið. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Þátttaka íbúa í ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar er smám saman að verða skipulagður þáttur í ákvörðunum í ráðum og nefndum borgarinnar. Fullyrða má að oftast þegar hagsmunaaðilar og íbúar taka þátt verður endanleg ákvörðun betri og ástæður ákvörðunar skýrari. Borgaryfirvöld eiga þess vegna að vinna markvisst betur með íbúum Reykjavíkur í umhverfis- og skipulagsmálum. Umhverfis- og samgöngusvið sér um og skipuleggur yfir 150 opin leiksvæði. Þetta er mikill fjöldi svæða, jafnvel það mikill að erfitt er að tryggja að leikvellirnir séu vel nýttir og bjóði upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir börn og fullorðna. Þetta er fjárfrekt verkefni sem krefst mikils mannafla og mikilla fjárfestinga á hverju ári. Oftar en ekki fer svo að lágmarksvinna fer í marga leikvellina og íbúar telja samt ekkert hafa verið að gert. Eitt af fjölmörgum spennandi grænum skrefum borgarinnar á árinu er að hefja vinnu við leikjastefnu (e. Play strategy) borgarinnar sem miðar að því að vinna með íbúum að skipulagi og nýtingu þessara svæða til leikja og útivistar. Á 223. ára afmæli Reykjavíkurborgar síðasta þriðjudag fékk borgin skemmtilega gjöf frá íbúum í Vesturbænum. Um er að ræða þróunarverkefni íbúa og umhverfis- og samgöngusviðs sem felur í sér að Grímur, nýstofnað vináttufélag leikvallarins við Lynghaga, taki leikvöllinn í fóstur. Fóstrun garða og leikvalla er vel þekkt samstarf íbúa og borgaryfirvalda erlendis og er spennandi nýjung hér. Samstarfið felur í sér að íbúar, hverfaráð og umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar skipta með sér verkum og vinna sameiginlega að því að leikvellirnir í þessu tilfelli nýtist sem best. Verkefni eins og þetta eiga vonandi eftir að verða fleiri og fellur afar vel að einu af markmiðum Reykjavíkurborgar í átt að því að borgarbúar verði virkir þátttakendur í umhverfismálum og mótun borgarinnar. Kostirnir eru ótalmargir; íbúar tengjast í gegnum sameiginlegt verkefni, skoðanir þeirra sem nýta sér útivistarsvæðin komast til skila á skilvirkan hátt og reiturinn verður stolt íbúanna. Að auki hafa svona verkefni bein áhrif á íbúalýðræði og upplýstari umræðu um í hvað og hvernig dýrmætu skattfé borgarbúa er varið. Höfundur er borgarfulltrúi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun