Handbolti

Sjö stiga forysta Lübbecke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson í leik með íslenska landsliðinu.
Þórir Ólafsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Stefán
Íslendingaliðin unnu sína leik í norðurriðli þýsku B-deildarinnar í handbolta í gærkvöldi. Íslendingarnir fóru á kostum í leikjunum.

Lübbecke vann fimm marka sigur á Bad Schwartau á útivelli, 27-22, og náði þar með sjö stiga forystu á toppi riðilsins. Lübbecke er með 40 stig eftir 21 leik en Hamm kemur næst með 33 stig eftir nítján leiki.

Þórir Ólafsson var markahæstur leikmanna Lübbecke með tíu mörk. Þórir er nú í sextánda sæti yfir markahæstu leikmenn riðilsins með 100 mörk eða fimm mörk að meðaltali í leik.

Þá vann Hannover-Burgdorf sigur á Anhalt Bernburg, 32-29. Heiðmar Felixsson var markahæstur í liði Burgdorf með tíu mörk og Hannes Jón Jónsson skoraði fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×