Erlent

Seselj dæmdur fyrir óvirðingu

Vojislav Seselj
Vojislav Seselj
Vojislav Seselj, leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Serbíu, var í gær dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi af stríðsglæpadómstól í Haag fyrir að hafa sýnt réttinum óvirðingu.

Seselj hefur verið í haldi dómstólsins í Haag síðan árið 2003, ákærður fyrir að hafa hvatt serbneska hermenn í Bosníu og Króatíu til voðaverka með hatursfullum ræðum sínum.

Óvirðingin er fólgin í því að Seselj nafngreindi, í bók sem hann skrifaði í fangelsinu, vitni sem höfðu undir dulnefni borið vitni gegn honum við réttarhöldin.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×