Erlent

Bretar læra viðbrögð við hryðjuverkum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gordon Brown forsætisráðherra.
Gordon Brown forsætisráðherra.

Um það bil 60.000 manns í Bretlandi gangast um þessar mundir undir þjálfun í að bregðast við hryðjuverkaárásum og bera kennsl á mögulega hryðjuverkamenn. Þarna er um að ræða starfsfólk á hótelum, í verslunum og öðrum stöðum þar sem margt fólk er að jafnaði saman komið. Með þjálfuninni er stefnt að því að fólkið geti brugðist rétt við mögulegri hryðjuverkaógn og með fyrstu viðbrögðum sínum hugsanlega komið í veg fyrir eða dregið úr tjóni af völdum hryðjuverka.

Gordon Brown forsætisráðherra segir almenning þurfa að vera vakandi fyrir ógninni sem af hryðjuverkum stafi og kennsla af þessu tagi geti því skilið milli feigs og ófeigs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×