Viðskipti innlent

Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni

Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúxemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr.

Íslenskir bankar og fjármálastofnanir gera háar kröfur í Glitni. Þannig er Sparisjóðabanki Íslands með kröfu upp á tæpa 100 milljarða kr., Kaupþing er með kröfur upp á hátt í 80 milljarða kr. og Straumur er með kröfur upp á hátt í 40 milljarða kr.

Af öðrum háum kröfum innlendra aðila má nefna að Exista er með kröfur upp á 47 milljarða kr., Kjalar er með kröfur upp á 16 milljarða kr., Saga Capital er með kröfur upp á rúma 18 milljarða kr. og Stoðir gera tæplega 22,7 milljarða kr. kröfu í Glitni.

Hvað varðar kröfu Glitnis í Lúxemborg er þar um að ræða veðlánaviðskipti Glitnis á Íslandi við Seðlabanka Evrópu (ECB). Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis segir að búið sé að semja við ECB um málið og því sé krafa Glitnis í Lúxemborg varúðarkrafa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×