Innlent

Tölur væntanlega úr Suðurkjördæmi upp úr miðnætti

Frá Vestmanneyjum í Suðurkjördæmi.
Frá Vestmanneyjum í Suðurkjördæmi.

Tölur eru væntanlegar úr Suðurkjördæmi upp úr miðnætti. Áður hafði verið gert ráð fyrir að talning þyrfti að frestast vegna veðurs og að tölur yrðu ekki kynntar fyrr en á morgun en það rofaði til stutta stund í dag og hægt var að skjótast með atkvæði frá Vestmannaeyjum.

Kosningavaka hefst um klukkan 22 í Riverside Hótel Selfossi og verða kynntar þar fyrstu tölur upp úr hálf 12.  Búist er við að frambjóðendur verði á staðnum þegar fyrstu tölur verða birtar. 17 þáttakendur voru í prófkjörinu.


Tengdar fréttir

Talningu í Suðurkjördæmi frestað

Ákveðið hefur verið að fresta talningu atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þar sem útséð er með að ekki verði hægt að koma atkvæðum frá Vestmannaeyjum til Selfoss í kvöld sökum ófærðar í lofti og á sjó. Frá þessu er greint á fréttavefnum Sunnlendingur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×