Handbolti

Slæm byrjun hjá Alfreð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason ræðir við sína menn hjá Kiel.
Alfreð Gíslason ræðir við sína menn hjá Kiel. Nordic Photos / Bongarts
Kiel hóf í kvöld titilvörnina í þýsku úrvalsdeildinni með því að gera jafntefli við nýliða Dormagen á heimavelli, 28-28.

Þetta eru vægast sagt óvænt úrslit en allir bjuggust við öruggum sigri Kiel í kvöld þar sem liðinu er af langflestum spáð sigri í þýsku úrvalsdeildinni. Alfreð Gíslason tók við þjálfun Kiel nú í sumar.

Guðjón Valur Sigurðsson lék í kvöld sinn fyrsta leik með Rhein-Neckar Löwen og skoraði fimm mörk í naumum sigri á Grosswallstadt, 33-32.

Einar Hólmgeirsson lék einnig sinn fyrsta leik fyrir Grosswallstadt í kvöld síðan hann gekk aftur til liðs við félagið frá Flensburg. Hann skoraði tvö mörk í kvöld.

Logi Geirsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo sem vann fimm marka sigur á Melsungen, 35-30. Vignir Svavarsson var á skýrslu í kvöld en komst ekki á blað hvað varðar markaskorun.

Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg sem vann öruggan sigur á Balingen, 33-26.

Úrslit kvöldsins:

Flensburg - Balingen 33-26

Nordhorn - Minden 36-28

Lemgo - Melsungen 35-30

Füchse Berlin - Stralsunder 39-31

Hamburg - Wetzlar 30-27

Rhein-Neckar Löwen 33-32

Magdeburg - Essen 30-17

Kiel - Dormagen 28-28




Fleiri fréttir

Sjá meira


×