Innlent

Allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út

Töluverðar skemmdir hafa orðið á húsum á Selfossi vegna skjálftan sem reið yfir á fjórða tímanum. Verið að virkja Samhæfingastöðina í Skógarhlíð. Ólöf Kristín Snæhólm segir að búið sé að kalla út allar sveitir á svæðinu. Björgunarsveitir í Reykjavík og í Rangárvallarsýslu eru í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað til þess að meiðsl hafi orðið á fólki.

Sprunugr í veginum við Eyrarbakka. Mögulegt er að keyra um veginn en nauðsynlegt er að fólk fari varlega. Þá var jafnframt hrun úr Ingólfsfjalli.

Upptök skjálftans eru nærri Selfossi, líklegast norðaustan við Ingólfsfjall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×