Innlent

Ráðuneytisstjórinn ræddi vanda Icesave rétt áður en hann seldi bréf í bankanum

Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.
Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.

Komið hefur í ljós að vandi Icesave reikninga Landsbankans var meginefni fundar sem Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri sat með fjármálaráðherra Bretlands, tveimur vikum áður en hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum, rétt fyrir hrun bankans. Þetta stangast á við fullyrðingar Baldurs um að málefni Landsbankans hefðu ekki verið rædd.

Síðar kom þó ljós að Baldur sat fund, annan september síðastliðinn, með Björgvini G. Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Í viðtali við DV þann 27. Október sagði Baldur að það hafi verið misskilningur að fundurinn hafi snúist um stöðu Landsbankans. Björgvin sagði aftur á móti í samtali við fréttastofu Útvarps að fundurinn hafi snúist um vanda Icesave. Hann hafi á fundinum óskað eftir lækkun á kröfugerð gagnvart Landsbankanum svo þeir gætu flutt reikninga sína í dótturfélag í Bretlandi.Tveimur vikum eftir þennan fund seldi Baldur bréf sín í Landsbankanum, rétt áður en þau urðu verðlaus.

Í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag sagði Baldur að það væri engin þversögn í máli hans. Fundurinn hafi snúist um Icesave en ekki Landsbankann sem slíkan.

Vegna þessara orða Baldurs er rétt að benda á að Icesave voru innlánsreikningar Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×