Handbolti

Sverre á leið til HK?

MYND/Pjetur

Landsliðsmaðurinn Sverre Jakobsson hjá Gummersbach í Þýskalandi hefur lýst því yfir að hugur hans stefni heim til Íslands nú þegar ljóst sé að samningur hans við þýska félagið verði ekki framlengdur.

Netsíðan handbolti.is segist hafa heimildir fyrir því að þrjú félög hér heima komi til greina fyrir Sverra þegar hann kemur heim. Þetta séu Stjarnan, HK og Fram - en samkvæmt heimildum handbolti.is ku HK vera líklegasta lendingin hjá varnarmanninum sterka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×