Handbolti

Róbert með átta mörk í tapleik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Róbert í landsleik.
Róbert í landsleik.

Róbert Gunnarsson var besti leikmaður Gummersbach þegar liðið tapaði fyrir Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Kiel vann 31-28 en Róbert skoraði átta mörk fyrir Gummersbach og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt.

Kiel er á toppi deildarinnar með 44 stig en Flensburg sem er þremur stigum á eftir á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×