Handbolti

Lübbecke af fallsvæðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Ívar Guðmundsson, leikmaður Lübbecke.
Birkir Ívar Guðmundsson, leikmaður Lübbecke. Nordic Photos / AFP

Íslendingaliðið Lübbecke vann í dag afar mikilægan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta er liðið vann Melsungen, 38-33.

Þar með er liðið komið með þrettán stig og lyfti sér þar með upp úr fallsvæði deildarinnar. Þórir Ólafsson lék ekki með Lübbecke vegna meiðsla en Birkir Ívar Guðmundsson stóð í marki liðsins.

Þá vann Magdeburg sigur á Göppingen, 34-27, en Jaliesky Garcia lék ekki með síðarnefnda liðinu.

Nordhorn tapaði svo mikilvægu stigi í toppbaráttunni er liðið gerði jafntefli, 29-29, við Rhein-Neckar Löwen. Liðið er enn í fjórða sæti deildarinnar en er einu stigi á eftir Hamburg sem á leik til góða, rétt eins og hin toppliðin tvö.

Kiel er á toppnum með 42 stig en Flensburg í öðru sæti deildarinnar með 41 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×