Handbolti

Flensburg hafði betur í Íslendingaslagnum

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg í kvöld
Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg í kvöld Nordic Photos / Getty Images
Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þar sem Flensburg lagði Lemgo á útivelli 28-24. Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyrir Flensburg en Einar Hólmgeirsson komst ekki á blað. Logi Geirsson skoraði 3 mörk fyrir Lemgo. Flensburg er í öðru sæti deildarinnar á eftir Kiel en Lemgo er í sjöunda sætinu, einu sæti fyrir neðan Gummersbach.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×