Innlent

Sjáfstæðismenn mynda nýjan meirihluta með Ólafi F

Ólafur F Magnússon
Ólafur F Magnússon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað nýjan meirihluta með Ólafi F. Magnússyni borgarfulltrúa Frjálslyndaflokksins. Þessu heldur Viðskiptablaðið fram á vefsíðu sinni.

Samkvæmt heimildum blaðsins var gengið frá þessu í dag en ekki er ljóst hver skipting embætta verður. Blaðið segir að líklegt þyki að Ólafur F verði borgarstjóri í allavega hluta kjörtímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×