Gullverð komið í methæðir 12. janúar 2008 08:00 Gullverð hefur aldrei verið jafn dýrt og nú um stundir. Verð á gulli fór í rétt rúma 900 dali á únsu til skamms tíma á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Þetta er hæsta verð sem nokkru sinni hefur sést á eðalmálminum sem hefur hækkað mjög í verði upp á síðkastið, hraðar en reiknað hefur verið með. Óróleiki á fjármálamörkuðum hefur valdið því að fjárfestar hafa leitað í hefðbundnar, sem margir hverjir kalla gamaldags, en gulltryggðar fjárfestingar á borð við olíu, steinsteypu og gull. Verðið lækkaði lítillega eftir því sem á leið en stendur enn fast við 900 dalina. Gullverðið hefur farið í hæstu hæðir næstum hvern dag það sem af er árs og stóð í 897,3 dölum á úsnu á fimmtudag, að sögn Associated Press-fréttastofunnar sem hefur eftir markaðsaðilum að gull og aðrir málmar hafi í gegnum tíðina reynst fjárfestum gott skjól á óvissutímum líkt og nú um stundir á hlutabréfamörkuðum. Þá hækkaði verðið um 32 prósent á síðasta ári sem er talsvert umfram aðra fjárfestingu eftir að lausafjárþurrðin fór að bíta á fjármálamörkuðum víða um heim í sumar. Associated Press tekur reyndar fram að ef tekið sé tillit til verðbólgu er verðið nú fjarri því að vera í methæðum. Únsa af gulli fór í 875 dali á því ágæta ári 1980. Sé hins vegar tekið tillit til verðbólgu myndi sama únsa standa í um 2.115 til 2.220 dölum í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verð á gulli fór í rétt rúma 900 dali á únsu til skamms tíma á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Þetta er hæsta verð sem nokkru sinni hefur sést á eðalmálminum sem hefur hækkað mjög í verði upp á síðkastið, hraðar en reiknað hefur verið með. Óróleiki á fjármálamörkuðum hefur valdið því að fjárfestar hafa leitað í hefðbundnar, sem margir hverjir kalla gamaldags, en gulltryggðar fjárfestingar á borð við olíu, steinsteypu og gull. Verðið lækkaði lítillega eftir því sem á leið en stendur enn fast við 900 dalina. Gullverðið hefur farið í hæstu hæðir næstum hvern dag það sem af er árs og stóð í 897,3 dölum á úsnu á fimmtudag, að sögn Associated Press-fréttastofunnar sem hefur eftir markaðsaðilum að gull og aðrir málmar hafi í gegnum tíðina reynst fjárfestum gott skjól á óvissutímum líkt og nú um stundir á hlutabréfamörkuðum. Þá hækkaði verðið um 32 prósent á síðasta ári sem er talsvert umfram aðra fjárfestingu eftir að lausafjárþurrðin fór að bíta á fjármálamörkuðum víða um heim í sumar. Associated Press tekur reyndar fram að ef tekið sé tillit til verðbólgu er verðið nú fjarri því að vera í methæðum. Únsa af gulli fór í 875 dali á því ágæta ári 1980. Sé hins vegar tekið tillit til verðbólgu myndi sama únsa standa í um 2.115 til 2.220 dölum í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira