Handbolti

Gylfi og Guðjón Valur báðir með fimm

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Gylfason, leikmaður Minden.
Gylfi Gylfason, leikmaður Minden.

Það var Íslendingaslagur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær er Minden tók á móti Gummersbach. Síðarnefnda liðið vann, 31-26, eftir að hafa verið með eins marks forystu í hálfleik.

Gylfi Gylfason var einn fjögurra leikmanna Minden sem voru markahæstir í liðinu og skoruðu fimm mörk. Róbert Gunnarsson skoraði einnig fimm mörk fyrir Gummersbach. Fjögur marka Gylfa komu úr vítum.

Þá lék Ingimundur Ingimundarson einnig með Minden en þó aðallega í vörninni. Hann komst ekki á blað í sókninni.

Gummersbach er þó í tíunda sæti deildarinnar með sex stig en liðið hefur tapað tveimur af þeim fimm leikjum sem lokið er á leiktíðinni. Minden hefur unnið einn af fjórum og er í þrettánda sæti með tvö stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×