Haustlægð Bergsteinn Sigurðsson skrifar 19. september 2008 06:30 Undanfarið hefur sótt að mér einhver drungi. Að gömlum sið kenndi ég veðrinu um en í gær fór að leita á mig grunur um að kannski væri ástæðan önnur. Kíkjum á litla samantekt á nokkrum fyrirsögnum sem birtust á síðum dagblaðanna í liðinni viku. Fös: Gjaldþrot blasir við ferðaskrifstofunni og XL og Atlas selt. XL Leisure gjaldþrota. Enn tapar Eimskip. Olíuverð skekkir vöruskiptatölur. Ný stefnumótun í peningamálum má ekki bíða. Vextir áfram í hæstu hæðum. Vilja ekki krónuna. Kynbundinn launamunur hefur aukist. Lau/sun/mán: Stórt og mikið áfall. Tími aðgerða í gjaldmiðilsmálum. Kreppan klýfur hjónabönd. Skuldsett börn fella foreldra. Heimatilbúinn efnahagsvandi. Virði Eimskips tíund af skuldum. Varar við nýrri heimskreppu. Dagvöruverslun minnkar. KPMG átaldi fegrað bókhald. Búast má við mótvindi áfram. Kjörin hafa versnað. Kaupþingsmenn á apafarrými. Brostinn draumur. Grafalvarlegt að villa um fyrir fjárfestum. Þri: Versti dagur frá 2001. Gengi Decode í nýrri metlægð. Alvarleg staða Eimskips. Markaðsdýfa um heim allan. Fjárfestingarbönkum lokað. Fær flugið í hausinn. Styrking dollarans étur upp lækkunina. Engin viðskipti - hátt álag. Ríkissjóður rekinn með tapi. Uppnám og óvissa á fjármálamörkuðum. Skellir á Wall Street eru skellir hér. Rekstur Atlanta seldur á 0 krónur. Harmsaga XL Leisure. Neikvæð í fyrsta sinn í fjögur ár. Miklar ábyrgðir og háar skuldir í brennidepli. Fallið um 82 prósent. Mið: Stöðugt fleiri leita aðstoðar vegna skulda. Krónan aldrei verið veikari. Nýsir á barmi gjaldþrots. Fótunum kippt undan manni. Skuldatryggingarálag eykst vegna óróleika. Ástandið vestra jafnast á við kreppuna miklu. Úlfakreppan harðnar enn. Nánast endalaus hrakfallasaga. Stór hluti eiginfjár í húfi. Veröldin var svolítið önnur en í dag. Fim: Krónan kolfellur. Hætta á hruni. Fjárfestar hafa lítið traust á krónunni. Fjárfestar forðast krónuna. Hætta á afskráningu. Hriktir í hagkerfum. Forstjóri Glitnis aldrei átt fleiri andvökunætur. Fjárfestingabankar riðuðu til falls í gær. Aukið álag í niðursveiflu. Enginn hagvöxtur. Slæm lausafjárstaða gerir mörgum erfitt fyrir. Brotna niður í atvinnuleysi. Botninum hvergi nærri náð. Þetta nægir mér í bili. Vill einhver hnippa í mig þegar þetta er gengið yfir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Undanfarið hefur sótt að mér einhver drungi. Að gömlum sið kenndi ég veðrinu um en í gær fór að leita á mig grunur um að kannski væri ástæðan önnur. Kíkjum á litla samantekt á nokkrum fyrirsögnum sem birtust á síðum dagblaðanna í liðinni viku. Fös: Gjaldþrot blasir við ferðaskrifstofunni og XL og Atlas selt. XL Leisure gjaldþrota. Enn tapar Eimskip. Olíuverð skekkir vöruskiptatölur. Ný stefnumótun í peningamálum má ekki bíða. Vextir áfram í hæstu hæðum. Vilja ekki krónuna. Kynbundinn launamunur hefur aukist. Lau/sun/mán: Stórt og mikið áfall. Tími aðgerða í gjaldmiðilsmálum. Kreppan klýfur hjónabönd. Skuldsett börn fella foreldra. Heimatilbúinn efnahagsvandi. Virði Eimskips tíund af skuldum. Varar við nýrri heimskreppu. Dagvöruverslun minnkar. KPMG átaldi fegrað bókhald. Búast má við mótvindi áfram. Kjörin hafa versnað. Kaupþingsmenn á apafarrými. Brostinn draumur. Grafalvarlegt að villa um fyrir fjárfestum. Þri: Versti dagur frá 2001. Gengi Decode í nýrri metlægð. Alvarleg staða Eimskips. Markaðsdýfa um heim allan. Fjárfestingarbönkum lokað. Fær flugið í hausinn. Styrking dollarans étur upp lækkunina. Engin viðskipti - hátt álag. Ríkissjóður rekinn með tapi. Uppnám og óvissa á fjármálamörkuðum. Skellir á Wall Street eru skellir hér. Rekstur Atlanta seldur á 0 krónur. Harmsaga XL Leisure. Neikvæð í fyrsta sinn í fjögur ár. Miklar ábyrgðir og háar skuldir í brennidepli. Fallið um 82 prósent. Mið: Stöðugt fleiri leita aðstoðar vegna skulda. Krónan aldrei verið veikari. Nýsir á barmi gjaldþrots. Fótunum kippt undan manni. Skuldatryggingarálag eykst vegna óróleika. Ástandið vestra jafnast á við kreppuna miklu. Úlfakreppan harðnar enn. Nánast endalaus hrakfallasaga. Stór hluti eiginfjár í húfi. Veröldin var svolítið önnur en í dag. Fim: Krónan kolfellur. Hætta á hruni. Fjárfestar hafa lítið traust á krónunni. Fjárfestar forðast krónuna. Hætta á afskráningu. Hriktir í hagkerfum. Forstjóri Glitnis aldrei átt fleiri andvökunætur. Fjárfestingabankar riðuðu til falls í gær. Aukið álag í niðursveiflu. Enginn hagvöxtur. Slæm lausafjárstaða gerir mörgum erfitt fyrir. Brotna niður í atvinnuleysi. Botninum hvergi nærri náð. Þetta nægir mér í bili. Vill einhver hnippa í mig þegar þetta er gengið yfir?
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun