Handbolti

Barcelona í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk fyrir GOG í Barcelona í dag.
Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk fyrir GOG í Barcelona í dag.
Barcelona vann í dag fimm marka sigur á GOG í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta, 29-24.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö mörk fyrir GOG en Snorri Steinn Guðjónsson ekkert.

Jafnræði var með liðunum í upphafi og var staðan 10-10 að loknum nítján mínútum. En þá tóku Börsungar öll völd í leiknum og náðu níu marka forystu þegar sex mínútur voru til leiksloka, 27-18.

Börsungar eru á toppi 4. riðils og tryggðu sér efsta sæti riðilsins en liðið er með tveggja stiga forystu á GOG þegar ein umferð er eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×