Innlent

Kærir til umboðsmanns Alþingis vegna skipunar héraðsdómara

Árni M. Mathiesen skipaði Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara.
Árni M. Mathiesen skipaði Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara.

Pétur Dam Leifsson hefur sent kæru til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar setts dómsmálaráðherra um skipun í embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra. Pétur var einn umsækjenda en Þorsteinn Davíðsson var skipaður í embættið.

Pétur segir í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér, að eftir að hafa íhugað málið vandlega, og að teknu tilliti til framkominna athugasemda af hálfu dómnefndar, Dómarafélags Íslands og ýmissa helstu fræðimanna þjóðarinnar á sviði lögfræði, telji hann að það hljóti að þjóna almannahagsmunum best að mál þetta verði upplýst eins vel og kostur sé og hann vilji með þessu leggja sitt af mörkum til þess að svo megi verða.

Áður hefur komið fram að Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlögmaður hyggðist kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna sömu skipunar í sama embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×