Innlent

Fossinn fær nafnið Hverfandi

Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer, eftir því hvort Hálslón er fullt eða ekki, að því er fram kemur á vef Kárahnjúkavirkjunar. Örnefnanefnd segir nokkur íslensk fossanöfn hafa sömu endingu, eins og Dynjandi, Rjúkandi og Mígandi. Nafnið Hverfandi var valið í samvinnu við Landsvirkjun eftir samkeppni meðal starfsmanna en tveir þeirra lögðu til þetta nafn, Pétur Bjarni Gíslason í Kröflu og Sigurður Páll Ásólfsson í Búrfelli.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×