Innlent

Fórnarlömb Gísla Hjartarsonar fá uppreist æru

Andri Ólafsson skrifar
Mennirnir kærðu Gísla í lok árs 2005.
Mennirnir kærðu Gísla í lok árs 2005.

Tveir menn, sem urðu fyrir ítrekuðu kynferðislegu ofbeldi af hálfu Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru ungir drengir, fengu nýlega úthlutað hæstu mögulegu skaðabótum frá Bótanefnd ríkisins.

Mennirnir kærðu kynferðisbrot Gísla til lögreglu en hann svipti sig lífi skömmu síðar og var rannsókn málsins því sjálfhætt. Mennirnir skutu því máli sínu til bótanefndarinnar. Í úrskurði hennar segir að unnt sé að slá því föstu að umsækjendur hafi verið misnotaðir kynferðislega.

Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum.

Annar mannana sem beittur var kynferðislegu ofbeldi að hálfu Gísla Hjartarsonar sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann liti á þetta sem uppreist æru hvað sig varðaði.

"Það voru margir sem tóku sveig á leið sína þegar þeir mættu mér þegar þetta mál var í hámæli," segir maðurinn.

Hann segist þó aldrei hafa verið hræddur um að ræða það sem gerðist enda hafi hann ekki gert neitt rangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×