Handbolti

Þórir fór á kostum í Íslendingaslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke.
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke. Mynd/Oliver Krato

Íslendingafélögin Lübbecke og Hannover-Burgdorf áttust við í norðurriðli B-deildarinnar í þýska handboltanum um helgina.

Þórir Ólafsson fór á kostum í leiknum og skoraði níu mörk fyrir Lübbecke sem vann góðan níu marka sigur, 26-17, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik.

Hannes Jón Jónsson skoraði þrjú mörk í leiknum og var aðeins annar tveggja leikmanna Hannover-Burgdorf sem skoraði meira en eitt mark í leiknum. Heiðmar Felixsson skoraði eitt mark.

Í suðurriðlinum vann Düsseldorf sigur á Bietigheim og skoraði Sturla Ásgeirsson eitt mark fyrir fyrrnefnda liðið.

Lübbecke er með fullt hús stiga eftir fyrstu fimm umferðirnar en Hannover-Burgdorf tapaði sínum fyrsta leik um helgina.

Düsseldorf er í efsta sæti suðurriðilsins með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×