Handbolti

Göppingen líka á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jaliesky Garcia í leik með íslenska handboltalandsliðinu.
Jaliesky Garcia í leik með íslenska handboltalandsliðinu. Mynd/Vilhelm

Göppingen er nú komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar eftir fimm marka sigur á Wetzlar í dag, 26-21.

Í gærkvöldi varð Flensburg fyrsta liðið til að komast upp í átta stig eftir sigur á Melsungen en nú er Göppingen einnig með átta stig og með betra markahlutfall.

Bæði liðin eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Lemgo hefur unnið alla sína þrjá leiki til þessa. Eina liðið sem er einnig taplaust er Kiel sem hefur þó gert eitt jafntefli til þessa.

Jaliesky Garcia spilaði í vörninni með Göppingen í dag og fékk tvívegis tveggja mínútna brottvísun. Hann komst ekki á blað í sókninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×